»UPPÞVOTTUR
ER OKKAR FAG!
«

Við erum Winterhalter, sérfræðingar í uppþvotti. Fjölskyldufyrirtæki í þriðju kynslóð. Við bjóðum upp á heildstæðar lausnir fyrir uppþvott í atvinnueldhúsum. Aðalsmerki okkar eru gæði og áreiðanleiki. Viðskiptavinir um víða veröld vita að þeir geta stólað á okkur. Hvað getum við gert fyrir þig?

Velkomin(n) til Winterhalter, sérfræðinganna í uppþvotti

ALLT TANDURHREINT. MEÐ UPPÞVOTTAKERFI.

Líkt og viðskiptavinir okkar gerum við hjá Winterhalter miklar kröfur til framleiðsluvara okkar. Við viljum ekki bara selja þér uppþvottavél. Viðskiptavinir koma til okkar af því að þeir eru að leita að faglegri, áreiðanlegri og hagkvæmri lausn sem er sérsniðin að þeirra þörfum. Svarið er því ekki ein tiltekin vara, heldur heildstætt kerfi sem samanstendur af uppþvottavél, vatnshreinsibúnaði, hreinsiefnum og tilheyrandi aukabúnaði – að ógleymdri ráðgjöf sérfræðinga, góðu skipulagi og framúrskarandi þjónustu.

Ertu sammála?
Vertu velkomin(n) til Winterhalter Ísland!

Winterhalter Ísland var stofnað til þess að geta uppfyllt kröfur Ísland markaðarins með sem bestum hætti og til þess að geta boðið viðskiptavinum upp á öfluga þjónustu á staðnum. Sérfræðingar okkar í uppþvottavélum, notendaþjónusta okkar og net samstarfsaðila aðstoða þig með allt sem tengist uppþvotti í atvinnueldhúsum og sýna þér hvaða kosti faglegar lausnir frá Winterhalter fela í sér.


RÁÐGJÖF


Ertu með spurningar um vörur okkar, fjármögnun eða hreinlæti? Þarftu aðstoð við að setja upp aðstöðu fyrir uppþvott og skipuleggja verkferli því tengd? Sérfræðingar okkar í uppþvotti eru alltaf til þjónustu reiðubúnir.

Samskiptaeyðublað

HEILDRÆNT KERFI FYRIR UPPÞVOTTINN.

Uppþvottavélar sem uppfylla ströngustu gæðakröfur – framleiddar í Þýskalandi og Sviss. Sérþróuð hreinsiefni fyrir tiltekna notkun. Mismunandi búnaður til að fjarlægja kalk og önnur uppleyst efni úr vatni. Rétti aukabúnaðurinn til að tryggja sem bestar niðurstöður hverju sinni. Winterhalter býður upp á allt þetta, því sem sérfræðingar í uppþvotti gerum við sjálf þá kröfu að allir þættir í uppþvottaferlinu skili hámarksafköstum. Auk þess þurfa allir þættir að vinna þannig saman að samspil þeirra skili sem bestri virkni. Heildræna kerfið frá Winterhalter er lausnin!

UPPÞVOTTAVÉLAR

Hreinlæti eins og best verður á kosið: uppþvottavélar undir borð, uppþvottavélar sem rennt er í gegnum, áhaldaþvottavélar og færibandavélar fyrir mismunandi notkun og geira. Fyrsta flokks gæði og áreiðanleiki.

Winterhalter warewashers for the professional kitchen

VATNSHREINSUN

Rétt vatnshreinsun skilar einstökum gljáa og verndar vélina. Hreinsibúnaðurinn getur verið innbyggður í vélina eða utanáliggjandi.

HREINSIEFNI

Fyrir fyrsta flokks hreinsun: Hreinsiefni og uppþvottagljái fyrir mismunandi notkun. Öflug og drjúg.

UPPÞVOTTAKÖRFUR

Réttu uppþvottakörfurnar sjá til þess að allt verði tandurhreint og þurrt. Sérsniðnar fyrir mismunandi þvott.

Við seljum viðskiptavinum okkar ekki bara einhverjar uppþvottavélar með fídusum, heldur bjóðum ávallt upp á kerfi sem skilar tandurhreinu leirtaui og gljáandi glösum.

Ralph Winterhalter, framkvæmdastjóri Winterhalter-samstæðunnar

því sem sérfræðingar í uppþvotti

Winterhalter Germany Building

Winterhalter Gastronom
Nordic Countries A.B.

Sofielundsgatan 7
75323 Uppsala
Sweden

Tel.: +46 771 444555
Fax.: +46 18396 190
[email protected]
www.winterhalter.is